Monday, August 14, 2006

Nýtt blogg

Kæra fólk

Ef ykkur langar að lesa fréttir af mér, þá hef ég ákveðið að færa mig um set.

Kíkjið endilega á mig á www.123.is/sifjo

Þeir sem hafa hlekkjað inn á mig mættu gjarnan setja þennan nýja hlekk.

Sjáumst.


Sif

Monday, July 31, 2006

Gripurinn

Arnar fór áðan og sótti kaffivélina, öllum boðið í kaffi til mín. Fæ til mín kaffisnilling til að kenna mér almennilega að flóa mjólk og svona og svo verða bara lattear framleiddir í massavís.

Hér getið þið barið gripinn augum http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=EAM3400

Undarlegt nokk, þá er ég farin að hlakka til vetrarins að sumu leyti. Dimm helgarkvöld með kertaljósi og mínum heittelskaða. Te í bolla eða latte í bolla. Jólin. Og svo auðvitað sú staðreynd að ég yfirgef landið eftir áramót á vit ævintýranna í Barce. Ógó skemmtilegt myndi S(auður) segja.


Var ég búin að segja ykkur að lífið er dásamlegt? Þvi það er það, í alvöru!!!

Næsta helgi verður farið norður í land aftur. Elska Akureyri. Finnst hún hafa mikið af þeim sjarma sem mér finnst vanta í Reykjavík, samstæð byggð, fallega viðhaldin gamli bær með upprunalegum húsum. Garðar í fallegri rækt o.s.fr. Svo klikkar ekki að fá sér Brynjuís, norðfirskt kaffi hjá Te og Kaffi og skella sér svo á Bautann í góðan fisk eða annað gúmmulaði. Gæti vel hugsað mér að flytjast þangað búferlum eins og eitt sumar. Hver veit nema að sá draumur verði að veruleika einhvern tímann.

Vá!

Komin heim aftur eftir algjöra snilldar helgi. Keyrðum í góðum félagsskap norður á fimmtudagskvöldið. Mættum á svæðið um tvö leytið um morguninn og ákváðum að tjalda frekar í Kjarnaskógi en annars staðar svona til að fá útilegu fíling og svona. Sáum ekki eftir því enda yndislegt tjaldsvæði. Á föstudeginum var svo heitasti dagur á Akureyri og við létum okkur ekki vanta, tékkuðum á sýningu Louisu á Listasafninu, fórum í sund, röltum um bæinn og heimsóttum Te og Kaffi nokkrum sinnum enda gott kaffi! Bautinn var heimsóttur líka að sjálfsögðu og fékk ótrúlega góðan Steinbít þar mmmm....slurp! Ekki má gleyma snillingnum Blöndal sem dró kaffivél uppúr kaffipokanum okkar handa mér og Arnari þegar við hituðum okkur kaffi á prímusnum. De Longhi kaffivél á heimilið, sjibbí!

Föstudagskvöldið var tileinkað meisturunum í Sigurrós. Undir grýttum fjöllunum í Öxnadal hlustuðum við á tónleikana þeirra sem voru algjör snilld. Sátum þarna í grasinu og þeir tóku hvert lagið á fætur öðru og spiluðu heillengi. Yndislegt. Get ekki sagt frá í orðum hvernig það er að hlusta á þessa drengi úti í náttúrunni.

Laugardagurinn var svo tekinn snemma enda skynsamt fólk á ferð. Kíktum aðeins inn á Akureyri, endurheimta sundskýluna hans Einars úr anus og svo einn caffe latte á Te og Kaffi. Svo var brunað á stað. Arnar stóð sig eins og hetja meðan við vitleysingarnir hrutum eins og svín. Kíktum inn á Sænautarsel, sem er gamalt heiðarbýli, torfbær og læti, yndislegt lummukaffi þar með kaffi og kakó og svona hressti okkur við og áfram var haldið á Egilstaði. Þegar þangað var komið var verslað grillmeti í bónus og svo kíkt á Tomma borgarann en þar fékk ég mér hreindýraborgara sem bragðast eins og Ísland eins og Einar komst að orði. Svo var keyrt inn að Borgarfirði Eystra sem er sennilega með fallegri bíltúrum ævi minnar. Svo var bara hent upp tjaldi, kaffi á Álfacafé og svo frábærir tónleikar. Emilíana var æðisleg, hún er svo mikil snillingur. Spiluðu tvö ný lög sem er ekki búið að taka upp og þau voru alveg frábært. Meiriháttar alveg. Svo komu Belle and sebastian og stemmningin var geggjuð. Brjálað stuð alveg hreint. Enduðu með tveim gömlum góðum og lýðurinn trylltist sem aldrei fyrr. Svo var haldið heim í háttinn með smá grillpásu fyrst en hátturinn var ekki mikill sökum láta og við gáfumst upp kl 06 og fórum bara heim.

Geggjuð helgi, skemmtilegur félagsskapur og brjálaðir tónleikar. Takk fyrir mig!

Wednesday, July 26, 2006

Alveg að tapa mér!!!



Hálsinn enn klemmdur, ekkert smá pirrandi. Langar helst til að rífa hausinn af mér. Er að auki komin með verulegar áhyggjur af fyrirhugaðri útilegu, hvort það eigi að reyna að hafa hana af mér vegna meiðsla. ÆTLA að ná þessu úr mér í dag, ótal heitar sturtur, tonn af alls konar pillum, hitapokar og bakstrar og allt annað sem mér kemur til hugar!

Tuesday, July 25, 2006

Æj ég er föst...

Vaknaði í gær og gat ekki hreyft höfuðið á mér og hef ekki enn getað náð þeim hæfileika aftur. Greinilega einhver hálsrígur sem hefur náð tangarhaldi á líkama mínum og neitar að skila honum aftur þrátt fyrir að ég hafi fætt hann með íbúfeni og deep heat kremum og núna er é komin með eitthvað dóp sem vinnufélai Arnars útvegaði honum, einhverjar alvöru verkjatöflur til að fæða hálsrígsskrímslið með, svona þar sem að læknirinn sem ég hringdi í í morgun vildi ekki gefa mér neitt, sagði mér að éta bara meira íbúfen en ég var búin að gera. Eins gott að þetta lagist því ég er að fara í snilldar útilegu á fimmtudaginn og get ekki beðið.

Held að hálsrígurinn sé refsing fyrir djammið á laugardagskvöldið. Ansi skuggalegt djamm. Við biðum svo lengi eftir fólki að þegar við fórum loks að borða voru allir orðnir ansi vel sokknir í glösin sín, undirrituð þeirra á meðal að sjálfsögðu. Endaði í afmæli hjá Jakobi hans Inga og þaðan aðeins í bæinn en sunnudagurinn var ekki hress enda hver er hress eftir þriggja tima svefn eftir djamm og drykkju? Ekki ég!!

Sigurrós á föstudaginn, Emilíana Torrini og Belle and Sebastian á laugardaginn og íslensk náttúra. Nammi namm.

Thursday, July 20, 2006

Lokað vegna veðurs!



Þegar kettirnir fara í frí fara mýsnar á stjá...hljóðar það ekki einhvern veginn svoleiðis?

Í gær flugu yfirmenn JPV á brott í frí á erlendri grund og ég tók það því upp á mig að loka fyrirtækinu og gefa þessum örfáu hræðum sem hér sitja frí. JPV hefur alltaf gefið einn sólarfrídag á sumri og ég ákvað að dagurinn til þess væri í gær enda þorði ég ekki að bíða með það ef svona dagur sæist ekki aftur í sumar. Yndislegt alveg.

Fór héðan og niður á Austurvöll, settist á Thorvaldsen með skemmtilegu fólki og sólaði mig. Árangurinn lætur ekki á sér standa, í dag er ég eldrauð. Algjör snilld.
Svo fór ég og keypti mér tvenna skó í GS skóm á útsölu fyrir inneign sem mamma mín var svo góð að gefa mér. Sjibbí. Svo á Vegamót í smá meiri sól, aftur á Austurvöll og svo loks í grill hjá tengdó. Í millitíðinni þurfti ég reyndar að hringja aðeins í lögguna því lásinn á hjólinu hans Arnars festi sig og vildi ekki losna og þeir eiga svona græjur til að klippa í sundur lása. Nema hvað að rétt áður en löggan kom náði Arnar að losa helv lásinn!!!

Vildi óska þess að ég væri úti í sólinni núna en maður getur nú ekki lokað tvo daga vegna veðurs er það?

Allavegana sund í hádeginu til að sjá sólina og brenna meira, kannski bara á bakinu í þetta skiptið! Gera förin sem ég er nú þegar með meira spennandi sko! Alveg nauðsynlegt!

Saturday, July 15, 2006

Mér finnst rigningin góð, nananana úúú




Pollýanna er mætt á svæðið. Afhverju? Jú vegna þess að annars verð ég brjáluð og fer með gullkortið til Heimsferða og segi við þá: laust sæti hvert sem er, alveg sama, bara ef það er ekki rigning. Þyrfti að sinna smávægilegum atriðum fyrst eins og að segja upp starfi mínu og þess háttar, ekkert nojað samt!

Pollýanna fór út í rigningunni í dag og einsetti sér að gera sér glaðan dag. Laugarvegurinn varð fyrir valinu og litið inn í Kron. Festi þar kaup á dásamlegum skóm sem Carrie Bradshaw hefði öfundað mig af og sitja þeir nú á borðinu og bíða næstu helgar en þá verður farið í grill og fjör (kannski í rigningu) í gettóinu með frönskunni. Pollýanna elskar miðbæinn og skellti sér því í Tiger og festi þar kaup á stórgóðri mynd og púzzluspili ásamt sudoko bók til að gleðja sig enn fremur í rigningunni. Kom svo við á leiðinni upp laugarveginn í Vínberinu og keypti mér ávexti. Aðeins inn í Bónus, Jói Fel var líka heimsóttur og snöggt stopp í BT urðu þess valdandi að ég kom heim mörgum þúsurum fátækari en með bros út að eyrum og skemmtiefni sem dugar mér út helgina því ég er búin að lýsa yfir national rain holiday og ætla að vera heima alla helgina með allt dóteríð mitt og borða mat héðan alla helgina. Mmmm notalegt.

Svo gott fólk, kveikið á kerti, fáið ykkur heitt og gott te, leggist upp í sófa og látið eins og það sé vetur, horfið á eina góða bíómynd og njótið lífsins. Það er allavegana það sem Pollýanna ætlar sér að gera!

Wednesday, July 12, 2006

Mörgæsirnar





Hvern hefði grunað að Mörgæsir væru svona sætar. Horfði á myndina hans Lucs í gær á meðan Arnar hraut við hliðina á mér. Greinilegt að hann heillaðist ekki jafn mikið af þessum heimi þeirra.

Þvílík þrautseigja í þessum dýrum og vá hvað ungarnir eru sætir, mig langaði alveg að fá einn sem gæludýr á Klepparann, veit ekki alveg samt hvernig það færi þegar hann stækkaði.


Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?